Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 18:04:58 (5622)

2002-03-05 18:04:58# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[18:04]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég var síður en svo að gera lítið úr tillögum Vinstri grænna. Ég benti þvert á móti á að þeir eru að ræða um að taka einn til einn og hálfan togara frá Eyjafirði á ári, mér finnst það ekki lítið, síður en svo.

Á hinn bóginn hef ég lagt áherslu á það að nauðsynlegt sé fyrir okkur að efla hafrannsóknir og ég er einn af þeim þingmönnum sem hafa viljað fara eftir því sem fiskifræðingar hafa talað um og hef ekki sagt styggðaryrði um þá. Aftur á móti vitum við vel að auðvitað er þekking manna stopul og við getum ásakað okkur fyrir það að hafa ekki lagt meiri fjármuni fram til þessara hluta en hitt er ég viss um að það er meiri trygging fyrir því að gætilega sé sótt í fiskimiðin ef einstaklingar eiga að ráða þar ferðinni sem hafa hagsmuna að gæta heldur en ríkishöndin.