Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 18:13:20 (5629)

2002-03-05 18:13:20# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[18:13]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt um tíma meðan hv. þm. Halldór Blöndal hélt ræðu sína, að dagskrármálið hefði verið tekið út af dagskrá og menn tekið að ræða eitthvað annað því hv. þm. flutti 20 mínútna ræðu án þess að koma nokkurn tíma að þessu máli þannig að spurningar hv. þm. Jóhanns Ársælssonar voru mjög eðlilegar.

En ég hef aðeins eina spurningu til hv. þm. vegna þess að mér fannst hann koma aðeins að kjarna málsins í lok ræðu sinnar en svaraði ekki spurningunni. Mig langar að beina þeirri spurningu til hv. þm.: Telur hann að eignarréttur að veiðiheimildunum eigi að vera í höndum ríkisvaldsins eða í svokallaðri þjóðareign eða vera í höndum einkaaðila? Þetta er grundvallarspurning sem hv. þm. kom að en svaraði síðan ekki sjálfur.