Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 18:15:32 (5631)

2002-03-05 18:15:32# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[18:15]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það verður ekki langt, andsvarið hjá mér. Ég hafði hugsað mér að rökræða svolítið við hv. þm. Halldór Blöndal en hann endaði ræðu sína á því að segja að stjórnarandstaðan vildi ekki stöðugleika, og vildi brjóta niður öflugan sjávarútveg á Íslandi. Mér finnst eiginlega engin efni til að ræða efnislega um ýmislegt sem hann sagði í ræðunni þegar hann dregur þá ályktun í lok hennar að við í stjórnarandstöðunni höfum sérstakan áhuga á því að rústa íslenskan sjávarútveg.