Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 18:45:54 (5640)

2002-03-05 18:45:54# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Eftir því sem ég kemst næst þá erum við tala um upphæðir af svipaðri stærðargráðu og nú eru lagðar á sjávarútveginn þannig að það er engin stórfelld breyting sem verður með þessu frv. að því leyti.

Ég er hins vegar að vekja athygli á að gjaldið sem lagt er á útgerðina af hálfu fjármagnskerfisins og kvótaeigandans er miklu hærra en þessu nemur. Viðleitni okkar á að beinast í þá átt að beina því fjármagni, að fá það fjármagn, í vasa almennings. Tillögur okkar ganga út á að það fjármagn renni til sveitarfélaganna í byggðatengdum kvóta og til ríkisins einnig í gegnum uppboð á kvóta.