Samstarf við Grænlendinga í flugmálum

Miðvikudaginn 06. mars 2002, kl. 14:49:39 (5681)

2002-03-06 14:49:39# 127. lþ. 89.6 fundur 448. mál: #A samstarf við Grænlendinga í flugmálum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég fagna því að þessu máli skuli vera hreyft af hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni og er ánægður með það að af hálfu hæstv. samgrh. og hans manna sé verið að vinna að því að ná samkomulagi við Grænlendinga um miðstöð tengiflugs á Íslandi.

Það er að sjálfsögðu hagur allra, beggja þessara landa, að sem nánast samráð verði haft í ferðamálum og samgöngumálum þjóðanna, þ.e. eins og kostur er.

Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hversu langt þetta sé komið og hvort samráð hafi þegar verið haft við utanrrn. og flugmálayfirvöld í Keflavík og hvort einhverjar hugmyndir séu um að bjóða Grænlendingum aðstoð og aðstöðu sem þeir þurfa á að halda ef af þessu verður.