Tollalög

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 14:49:29 (5749)

2002-03-07 14:49:29# 127. lþ. 92.5 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er bara einfaldlega rangt hjá hv. þm. Hér er um að ræða frv. um tollalækkanir. Við erum að ræða hér um breytingu á tollalögum, með síðari breytingum, sem gefur hæstv. ráðherra þetta svigrúm. Þarna er aukið svigrúm til tollalækkana. Það mun vissulega koma neytendum til góða og alla vega leiða til 15--55% lækkunar á vöruverði. Ég endurtek að það er á valdi verslunarinnar hvernig til tekst, þ.e. verðlagningarinnar í borðinu hjá kaupmönnum.