Landgræðsla

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 17:00:17 (5774)

2002-03-07 17:00:17# 127. lþ. 92.6 fundur 584. mál: #A landgræðsla# (heildarlög) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[17:00]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Í niðurlagi ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar var dregin upp frekar neikvæð mynd af því hvernig gróður getur haft áhrif og skildist mér að hann væri að tala um ákveðnar stefnur í gróðurrækt í tengslum við það hvernig eigi að græða land sem ekki er gróður á, með hvaða gróðri í sambandi við endurheimtuna. Umræðan um hvaða skilyrði landgræðslustjóri á að uppfylla kemur einmitt inn á þetta. Menn mennta sig til landgræðslu og þá geta þeir aðhyllst ákveðna skóla eða stefnur. Spurning er hvort það geti jafnvel orðið varasamt og til skaða. Segjum að maður sem aðhyllist einhvern mjög strangan skóla í eina eða aðra áttina yrði ráðinn landgræðslustjóri. Við vitum að stjórnunarsvið landgræðslustjóra hlýtur að vera mjög víðfeðmt. Það krefðist mjög mikilla samskipta við fjöldann allan af fólki um allt land ef frv. næði fram að ganga. Ég vil spyrja hvort hv. þm. sé alfarið þeirrar skoðunar að það verði bara að vera menntaður maður í landgræðslu. Þetta með að draga guðfræðinginn inn í var náttúrlega bara út frá sögunni um Björn í Sauðlauksdal. Auðvitað á ekki að vera með útúrsnúninga í sambandi við þetta.