Landverðir

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:29:04 (5880)

2002-03-11 15:29:04# 127. lþ. 94.1 fundur 392#B landverðir# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég vil fagna því sem hæstv. ráðherra sagði um að ekki yrði dregið úr landvörslunni. En ég verð að segja alveg eins og er að það er óþolandi að mál komi upp með slíkum hætti eins og nú er hvað þetta varðar. Það er ekki svo langt síðan menn fjölluðu um fjárlögin og að ekki skuli hafa verið farið betur yfir það með þessari stofnun hvað hægt væri að gera fyrir þá peninga sem eru til staðar, það er ekki nógu gott. Þess vegna tel ég ástæðu til að gerð verði grein fyrir því og það mjög skýrt og helst sem allra fyrst með hvaða hætti menn ætla þá að standa að niðurskurði hjá þessari stofnun því það var greinilegt á viðtölum við starfsmenn stofnunarinnar að menn höfðu klórað sér nokkuð í höfðinu yfir því hverng ætti að fara að því að takast á við þann niðurskurð sem þarna var til staðar. Ég tel að það sé ekki endilega víst að sú niðurstaða sem verður þá verði vinsælli.