Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:38:51 (5887)

2002-03-11 15:38:51# 127. lþ. 94.1 fundur 393#B reiknilíkan fyrir framhaldsskóla# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:38]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að reiknilíkanið verður áfram til athugunar. En vegna þess hve mikið er lagt upp úr því sem verkfæri til þess að fylgjast með rekstri framhaldsskólanna og stuðla að því að rekstur þeirra innbyrðis verði sambærilegur, rekstur smærri skólanna verði sambærilegur innbyrðis og rekstur stærri skólanna verði það einnig, er einnig mikilsvert að hv. þingmenn sýni því skilning að allar breytingar á reiknilíkani verða menn að gera mjög varlega. En ég held að hv. þm. megi búast við því að þessi endurskoðun haldi áfram, og ég er að sjálfsögðu reiðubúinn að hlýða á raddir þingmanna að því er þetta reiknilíkan varðar og leita til þeirra um það hvernig sú endurskoðun fari fram.