Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 22:09:46 (5985)

2002-03-11 22:09:46# 127. lþ. 94.17 fundur 545. mál: #A stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins# frv., SvanJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[22:09]

Svanfríður Jónasdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs um fundarstjórn forseta til að ítreka það sem áður hafði komið fram en virtist hafa farið fram hjá þeim sem málið varðaði, þ.e. að segja að hér hefur ítrekað verið óskað eftir því að hæstv. iðnrh., af því öðrum ráðherrum er þá ekki til að dreifa sem óskað var eftir að væru hér við umræðuna, gerði þeim þingmönnum sem hér eru þátttakendur í umræðunni grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar.

(Forseti (HBl): Má ég vekja athygli hv. þm. á því að hæstv. ráðherra hafði orð á því að hún hefði verið kynnt vitlaust í ræðustól og hefði skýrt frá því að hún óskaði eftir að fá að taka til máls.)

Ég treysti því þá, virðulegu forseti.

(Forseti (HBl): Ég óska eftir því að hv. þm. ræði fundarstjórn forseta ef sá var tilgangur hennar.)

Herra forseti. Ég treysti því þá að það verði næsta verk virðulegs forseta að gefa hæstv. iðnrh. orðið.