Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 14:33:34 (6027)

2002-03-12 14:33:34# 127. lþ. 95.11 fundur 593. mál: #A afréttamálefni, fjallskil o.fl.# (ítala o.fl.) frv., landbrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[14:33]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Frv. er flutt á þskj. 926 og er 593. mál á þessu hv. þingi.

Það frv. sem hér er lagt fram um breytingu á lögum nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er lagt fram til samræmingar frv. sem lagt hefur verið fram um landgræðslulög.

Í frv. til laga um landgræðslu er sérstakur kafli sem fjallar um úrbætur. Því er lagt til að III. kafli laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., þ.e. ítölukafli laganna verði lagður niður. Lagt er til að þrjár nýjar greinar leysi kaflann af hólmi og er brtt. að finna í 3. gr. frv. Eins eru lagðar til nokkrar orðalagsbreytingar á gildandi lögum.

Hæstv. forseti. Ég mun ekki hafa fleiri orð um frv. við 1. umr. Að lokinni þessari umræðu legg ég til að málinu verði vísað til hv. landbn. og 2. umr.