Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 15:47:48 (6049)

2002-03-12 15:47:48# 127. lþ. 95.11 fundur 593. mál: #A afréttamálefni, fjallskil o.fl.# (ítala o.fl.) frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Varðandi orðin Landgræðsla ríkisins, þá er það ekki ,,ríkisins``. Landgræðslan hefur heitið Landgræðsla Íslands. Við í hv. landbn. munum örugglega biðja um rökstuðning fyrir þessari breytingu í ,,Landgræðslan``.

Að sjálfsögðu eigum við hvergi að líða ofbeit á Íslandi. Í frv. sem mælt var fyrir um daginn um Landgræðsluna er alveg tekið af skarið með að þar er hægt að loka bæði afréttum og þeim svæðum sem eru ofbitin. Ég tel að það sé mjög mikilvægt. Í 3. gr. hér er líka einmitt komið tæki til að hjálpa til við að vinna að því að hlúa að og passa upp á að landið verði ekki ofbitið. Við eigum aldrei að líða ofbeit.