Frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 17:48:58 (6077)

2002-03-12 17:48:58# 127. lþ. 95.95 fundur 452#B frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[17:48]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég held að hæstv. iðnrh. þurfi að skýra hvers vegna ákvörðun er tekin um að taka 13. dagskrárefnið af dagskrá fundarins, þ.e. stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins. Það hafði komið fram krafa í upphafi þessarar umræðu að þetta mál yrði látið bíða þar til ný orkulög koma fram og mér finnst eðlilegt að hæstv. iðnrh. gefi Alþingi skýringu á því hvers vegna þetta er gert. En ég fagna því að svo skuli gert enda er þetta í samræmi við óskir og kröfur sem héðan höfðu komið frá stjórnarandstöðunni.