Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 18:28:58 (6090)

2002-03-12 18:28:58# 127. lþ. 95.15 fundur 605. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (EES-reglur o.fl.) frv., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[18:28]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við þetta að bæta. Ég þakka undirtektir við frv. Það er rétt að það hefur verið endurskoðað frá fyrri útgáfu og m.a. þau ákvæði um heilsufarsskoðun sem er að finna í frv. Að öðru leyti vil ég vísa í það að félmn. fari rækilega yfir frv. Ég tel það vera rétt og skynsamlegt.

Varðandi hina almennu stefnu í heilbrigðis- og heilsufarsmálum sem snerta þetta frv., þá höfum við í heilbrrn. ekki fjallað um þau mál sérstaklega en þar stendur auðvitað okkar almenna stefnumörkun að hin almenna heilsugæsla sjái um hin almennu heilsufarsvandamál þannig að ég er samþykkur þeim ákvæðum frv. sem um þetta fjalla og hv. 7. þm. Reykv. gerði að umræðuefni í ræðu sinni. Að öðru leyti vísa ég til hv. félmn. varðandi það að fara yfir málið.