Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:05:06 (6116)

2002-03-13 14:05:06# 127. lþ. 97.1 fundur 537. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá forsrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:05]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það verður að segjast eins og er að draumurinn um fjarvinnsluna er í raun orðinn að martröð eins og við höfum heyrt í fjölmiðlum undanfarna daga. Öll loforðin og allar væntingarnar sem gefnar voru í kosningabaráttunni nú síðast hafa ekki ræst og ekki gengið eftir.

Það hefur líka algerlega skort á það, herra forseti, í ljósi þeirrar reynslu sem hefur fengist að menn hafi tekið sér tak og reynt að þróa og skapa nýtt umhverfi fyrir fjarvinnsluna. Menn byrja smátt og kannski á einföldum verkefnum. Síðan í framhaldi af því á að vera hægt að þróa og skapa öflugri verkefni og mannaflafrekari. En því miður verður að segjast eins og er að loforð þeirra sem gengu um landið og lofuðu glæstri byggð með nýrri þekkingu og tækifærum í kringum hana, hafa alls ekki gengið eftir. Kannski stendur þetta loforð áfram.