Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:17:56 (6127)

2002-03-13 14:17:56# 127. lþ. 97.1 fundur 537. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá forsrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Hér er um mál að ræða sem við höfum reyndar mjög oft rætt í þingsölum og hv. þm. Jón Bjarnason sagði að hefði verið kynnt með miklum væntingum í upphafi. Nákvæmlega þannig vinna Vinstri grænir þegar þeir leggja fram tillögur. Í þeim tillögum eru oft miklar væntingar þó að kannski sé ekki mjög mikið á bak við þær.

Það er auðvitað dapurlegt að ekki skuli hafa tekist betur til en raun ber vitni. Það er líka dapurlegt að fylgjast með því þegar einstök byggðarlög eru að naggast hvert út í annað þegar verkefni er flutt í ákveðin byggðarlög. Þá koma jafnvel forsvarsmenn annarra byggðarlaga og skammast yfir því að verkefnin lendi þar. En við alþingismenn viljum gjarnan færa þessi verkefni út á landsbyggðina. Þannig hefur fjárln. unnið eins og hv. þm. Kristján Pálsson benti réttilega á. Við viljum gjarnan flytja fleiri verkefni út á landsbyggðina.