Viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:43:25 (6141)

2002-03-13 14:43:25# 127. lþ. 97.2 fundur 590. mál: #A viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar# fsp. (til munnl.) frá forsrh., menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:43]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á því að þessi umræða um nefndir hefur verið mjög yfirveguð. Það er að sjálfsögðu vegna þess að í þessum sal virðast menn gera sér vel grein fyrir því að nefndir eru eitt af verkfærum lýðræðisins til að breikka umræðuna, leiða fagleg sjónarmið inn í hana og gefa kost á því að umfjöllunin verði sem best á faglegan máta. Það verður að viðurkenna að það er oft dýrt en lýðræðið er ekki alltaf ódýrt.

Í mjög mörgum tilfellum, t.d. innan menntmrn., er um að ræða skólanefndir, prófanefndir og úthlutunarnefndir. Um slíkar nefndir er mælt fyrir í lögum.