Jarðgöng undir Almannaskarð

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:07:37 (6183)

2002-03-13 18:07:37# 127. lþ. 97.8 fundur 485. mál: #A jarðgöng undir Almannaskarð# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:07]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég fagna þessum hugmyndum um göng undir Almannaskarð. Eins og fyrirspyrjandi benti á er um framtíðarverkefni að ræða. Menn deila mjög um vegastæði á þessu svæði. Hér er því um athyglisverðar hugmyndir að ræða. Þarna yrði um ákveðna tengingu milli Austurlands og Suðurlands að ræða.

Af því að við erum að tala inn í framtíðina hljótum við líka að velta fyrir okkur stöðum eins og Reynisfjalli í Mýrdal, hvort ekki sé eðlilegt að skoða hvort þar ættu ekki að koma göng í framtíðinni og einnig göng í gegnum Hellisheiði syðri. En það sem ég er fyrst og fremst að benda á er þessi tenging á milli Austurlands og Suðurlands. Þarna er um mjög mikla fiskflutninga að ræða og talsvert mikil umferð á þessu svæði. Mér finnst vert að skoða þessar hugmyndir af fullri alvöru og ég fagna tilkomu þeirra.