Aðstaða til fjarnáms

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 19:06:41 (6212)

2002-03-13 19:06:41# 127. lþ. 97.14 fundur 516. mál: #A aðstaða til fjarnáms# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[19:06]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Það er hárrétt sem fram hefur komið að meðal dreifbýlisbyggðarlaga á Íslandi njóta Vestmanneyingar sérstöðu. Áhuginn sem þar hefur komið fram á hjúkrunarfræðinámi sýnir glögglega hversu mikilvægt það er fyrir þessi byggðarlög að geta boðið upp á háskólanám. Hér var sérstaklega nefnt hversu mikilvægt þetta væri fyrir starfsemi sjúkrahússins. Það hefur komið í ljós, fyrst að sjálfsögðu á Akureyri þegar hjúkrunarfræðideildin þar var sett á laggirnar en síðan eftir að þetta fjarnám hófst og þeir möguleikar hafa opnast, að þetta styrkir mjög starfsemi sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Það liggur ljóst fyrir að verið er að leita leiða til að leysa þetta og ég mun beita mér fyrir því.