Afgreiðsla iðnaðarnefndar á virkjanafrumvarpi

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 13:37:41 (6218)

2002-03-19 13:37:41# 127. lþ. 99.91 fundur 412#B afgreiðsla iðnaðarnefndar á virkjanafrumvarpi# (aths. um störf þingsins), ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst að þetta mál hefur verið unnið mjög eðlilega í iðnn. þingsins. Það væri algerlega fráleitt að tefja það frekar en orðið er og byggja það á sögusögnum um hugsanlegar áherslubreytingar hjá Norsk Hydro. Það er eðlilegt að menn hafi af því vissar áhyggjur. En hlutverk þingsins er að ljúka þessu máli eins og til þess hefur verið stofnað og eins og hér hefur verið nefnt í umræðunni er það síðan iðnrh., að öllum skilyrðum uppfylltum, sem veitir þetta framkvæmdaleyfi. Að ætla að fara að stöðva málið í þinginu núna er gjörsamlega fráleitt, herra forseti. Ég mælist til þess að þetta mál fái fullan og eðlilegan framgang í þinginu eins og efni standa til.