Samgönguáætlun

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 17:22:28 (6259)

2002-03-19 17:22:28# 127. lþ. 99.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[17:22]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Mig minnir að í ræðu sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon flutti hér og vitnaði í ágætt rit sem hann sem samgrh. gaf út þar sem m.a. var fjallað um samgönguráð, hafi ekki verið svo langt frá lagi að farin væri svipuð leið og hér er lögð til.

Hins vegar er það svo að frv. gerir ráð fyrir þessari skipun. Samgn. hefur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að gera ekki breytingu. Ég hef því ekki skipt um skoðun frá því ég mælti fyrir frv. og tel að hér sé skynsamlega að verki staðið með þessa tillögu og fjarri lagi að leggja til að fella burt þetta mikilvæga ráð.

Hvað varðar vegáætlun, þá verður náttúrlega heilmikil breyting með samþykkt þessa frv. og við gerum ráð fyrir því að vinna samgönguáætlunina í sumar og leggja fram í haust áætlun sem tekur þá yfir gildandi vegáætlun, hafnaáætlun og flugmálaáætlun o.s.frv. En tillögur um frestun framkvæmda munu koma fram hér alveg á næstunni, þ.e. frestun framkvæmda til samræmis við fjárlög á þessu ári, vegna þess að vegáætlun gerði ráð fyrir hærri fjárhæðum en fjárlögin. Við þurfum því að taka á því. Og ekki mun líða langur tími þar til um það verður fjallað í þinginu.