Samgönguáætlun

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 13:58:31 (6304)

2002-03-20 13:58:31# 127. lþ. 100.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um gerð og lagaramma samgönguáætlunar til langs tíma. Það er mikilvægt að í þessum lagaramma sé kveðið skýrt á um að áætlunin skuli unnin á grundvelli stefnumörkunar í umhverfismálum. Því hef ég lagt fram brtt. við frv. sem gerir ráð fyrir að samgönguáætlun skuli vera í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í umhverfismálum, umferðaröryggismálum, byggðamálum og almenningssamgöngum og unnin í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar.

Ég tel afar mikilvægt, herra forseti, að þetta komi inn í frv. til að tryggja að það verði unnið eins og best verður á kosið.