Kræklingarækt

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 15:20:46 (6328)

2002-03-20 15:20:46# 127. lþ. 101.8 fundur 513. mál: #A kræklingarækt# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., RHák
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 127. lþ.

[15:20]

Ragnheiður Hákonardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fsp. og svar hæstv. ráðherra, það sem komið er. En ég vil bæta við því fram kemur að þessi tilraun hefur ekki notið mikilla styrkja, ég held að fyrirtækin hafi t.d. ekki fengið fjármagn úr Nýsköpunarsjóði til að gera þessar tilraunir því ég lít svo á að þó að þessi fyrirtæki séu fimm þá sé þetta allt á tilraunastigi.

Að öðru leyti langar mig til að varpa því fram við umræðuna hvernig áformað hefur verið að eldi á annars konar sjávardýrum og kræklingaeldi fari saman því kræklingur er mjög viðkvæmur fyrir mengun.