Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:41:20 (6446)

2002-03-21 17:41:20# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:41]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur einfaldlega ekki verið nein pólitísk togstreita um þetta innan ríkisstjórnarinnar eða á milli þeirra ráðherra sem nú sitja í þessum tveimur ráðuneytum.

Eins og ég hef sagt væri hægt að færa mjög gild rök fyrir því að eldi allra fiska væri í sjútvrn. Það er líka hægt að færa góð rök fyrir því að eldi laxfiska, vatnafiska, sé í landbrn. Hins vegar held ég að ekki sé hægt að færa nein góð rök fyrir því að færa eldi sjávarfiska yfir í landbrn.

Ég held að sú staða sem uppi er í dag sé þess eðlis að við eigum vel að geta unnið skynsamlega úr því og ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af því að togstreita valdi þar einhverjum vandræðum, svo fremi sem einstaklingar eða embættismenn séu ekki í einhverjum landvinningum hvað þetta varðar.