Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:44:20 (6449)

2002-03-21 17:44:20# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:44]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst hæstv. sjútvrh. vera ansi opinn fyrir því hvernig þessum málum er komið. Ég vil spyrja hann eins og fram hefur komið í máli margra: Telur hann ekki að fyrir greinina sé besta þekkingin og reynslan í þessum málum, eldismálum, í landbúnaðargeira, þ.e. eldi dýra og eldi fiska? Eins og hæstv. sjútvrh. veit náttúrlega sem fagmaður er þetta allt öðruvísi en veiðar. Þess vegna er það spurning fyrir landið og fyrir greinina hvort sú þekking, eins og margir vilja halda fram, sé ekki að langmestu leyti til staðar þarna inni (Gripið fram í.) og að finna eigi þessu farveg þar til að þetta fari nú farsællega af stað allt saman.