Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:47:25 (6452)

2002-03-21 17:47:25# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:47]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þegar eftirlitskerfið á vegum dýralæknis fisksjúkdóma var byggt upp, sem hefur verið uppistaðan í eftirlitinu með fiskeldi landbrn., þá var ég dýralæknir fisksjúkdóma og ég byggði það kerfi upp og ég held að ekkert eftirlitskerfi hafi verið byggt upp á jafnódýran hátt og það kerfi. Og ég held að það sé gott kerfi. Þar af leiðandi hef ég engar áætlanir uppi um að fara að byggja upp eitthvað meira og annað kerfi sem þyrfti að nota varðandi sjúkdómaþáttinn í eldi sjávardýra. Þar af leiðandi get ég fullvissað hv. þm. um það og hann getur treyst því að reynt verður að sinna þessum málum á vegum sjútvrn. á eins ódýran hátt og mögulegt er og einhverjir veggir milli ráðuneyta og starfsmanna ráðuneyta munu ekki verða til trafala í þeim efnum.