Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 18:16:59 (6458)

2002-03-21 18:16:59# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[18:16]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Heyrðist mér rétt, er hæstv. ráðherra að ráðleggja okkur að vera ekki svo mikið að hlusta á þá aðila sem komu með umsagnir fyrir nefndina vegna þess að þeir væru allir meira og minna embættismenn landbrn.? Er það það sem hæstv. ráðherra var að segja? Það væri betra ef hann talaði aðeins skýrar.

Ég sagði áðan í ræðu minni að niðurstaða mín og fleiri í nefndinni hefði eiginlega orðið að hæstv. sjútvrh. væri þarna í ákveðnum landvinningum. Fleiri en starfsmenn landbrn. óskuðu eftir því að þetta væri allt á einni hendi. En það er þetta sem ég vil fá útskýrt: Er hæstv. ráðherra að ráðleggja okkur að hlusta ekki á þessa aðila af því að þeir séu embættismenn landbrn., og það sem meira er, að eitthvað af því sem þeir sögðu byggði á ákveðnum misskilningi?