Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 19:09:12 (6473)

2002-03-21 19:09:12# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[19:09]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. að ekki er rétt að leggja of miklar byrðar þá starfsemi sem er lítil vexti og það verður að aðlaga það eftir aðstæðum.

En bara til þess að árétta það rétt í lokin, þá er ekki verið að færa sjútvrn. neitt. Málefni nytjastofna sjávar, hvort sem það er eldi eða annað, heyra undir ráðuneytið og á því er ekki að verða nein breyting með þessari lagasetningu.