Norðurál

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 15:07:04 (6547)

2002-03-25 15:07:04# 127. lþ. 104.1 fundur 426#B Norðurál# (óundirbúin fsp.), LB
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[15:07]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra svaraði ekki þeim spurningum sem ég beindi til hæstv. ráðherra. Í fyrsta lagi: Hefur lengi legið inni erindi frá Norðuráli um að hefja viðræður við iðn.- og viðskrn.? Í öðru lagi: Er e.t.v. gert upp á milli þeirra aðila sem sækja um viðræður við ráðuneytið? Þessum spurningum var ekki svarað og ef marka má orðræðu hæstv. iðn.- og viðskrh. um að þegar hafi verið hafnar viðræður er ekki hægt að túlka orð hennar öðruvísi en svo að yfirlýsingar hæstv. forsrh. frá því í fréttatíma Stöðvar 2 í gær eigi ekki við nein rök að styðjast.