Umhverfisstofnun

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 15:15:44 (6553)

2002-03-25 15:15:44# 127. lþ. 104.1 fundur 427#B Umhverfisstofnun# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[15:15]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég ætla að gera þá játningu fyrir þingi og þjóð að ég hef aldrei séð eftir nokkru síðan ég settist á þing eins og því að hafa stutt mál hæstv. ráðherra um að Náttúruverndarráð yrði lagt niður. Sú játning er þá hér með komin til þings og þjóðar og hún tengist því að hæstv. ráðherra hefur ekki enn leitað til umhvn. Alþingis eins og talað var um að gert yrði varðandi hvernig samráðsferlinu væri þá háttað úti á akrinum meðal vísindastofnananna og þeirra sem eðlilega vilja koma að umhverfismálum í landinu. Þess vegna tortryggi ég hæstv. ráðherra varðandi öll þau mál sem hún leggur fram núna og kallar nýja vídd í umhverfismálum. Mér finnst alveg eðlilegt að þingmenn og þjóðin fái að vita meira um slík áform. Hvað hangir á spýtunni? Hvaða stofnanir er verið að tala um að sameina undir þessa nýju umhverfisstofnun? Hvað er að frétta af áformum um matvælastofnun, herra forseti? Þessi mál eru allt of stór og allt of óljós til þess að við getum skilið við þau á þann hátt sem hæstv. umhvrh. leggur til.