Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 17:27:27 (6585)

2002-03-25 17:27:27# 127. lþ. 104.2 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[17:27]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að við fáum skjótt niðurstöður þessarar athugunar á fjármögnun á húsnæðiskostnaði Íbúðalánasjóðs. Einnig væri fróðlegt að vita hvernig menn ætla að þetta verði á næstu árum.

Staðreyndin er sú að einkaframkvæmdin kemur einmitt þeim í koll sem reyna hana. Það hefur gerst í Bretlandi og annars staðar. Staðreyndin er að þetta er pólitísk stefna sem er því miður knúin áfram af hagsmunaaðilum sem vilja hagnast á þessari stefnu, sem vilja græða á þessu fyrirkomulagi. Yfirleitt eru það hægri menn sem hafa staðið fyrir þessu formi og þjónar þá hagsmunum þeirra sem hlut eiga að máli, þótt á því séu heiðarlegar undantekningar, eins og dæmin sanna. Ég hef grun um að næsti ræðumaður hér sé einmitt dæmi um slíkt, hv. þm. Gunnar Birgisson.