Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 17:28:39 (6586)

2002-03-25 17:28:39# 127. lþ. 104.2 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[17:28]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa það að ég tel ástæðu til að taka einkaframkvæmdarsamningum með varúð og reyna í upphafi að átta sig á hvernig þeir muni þróast, hvort þeir séu fjárhagslega skynsamlegir eða ekki. Ég verð hins vegar að treysta sveitarstjórnarmönnum til að hafa frelsið til að leggja það niður fyrir sér áður en þeir rjúka í einkaframkvæmd.