Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:30:08 (6602)

2002-03-25 18:30:08# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:30]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þegar ég ræddi um samþykkt samningsins var ég aðeins að greina frá því sem ég hef heyrt, ekki frá einum, ekki frá tveimur heldur tugum bænda sem segja að þeir hafi ekki skilið þennan samning á sama hátt og forustumenn bænda gera. Ég leyfi mér að fylgja orðum þeirra eftir hér. Þetta er það sem ég heyri á fundum og hef ég verið víða. Mjög margir bændur bæði hringja í mig og skrifa mér og ekki vil ég annað en það fái að heyrast líka sem þeir halda fram. Ég trúi því að þeir segi mér satt.