Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:33:44 (6605)

2002-03-25 18:33:44# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:33]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það liggur þá ljóst fyrir að formaður landbn. hefur fyrirvara í málinu en það kom ekki fram í máli hv. þm. hvort fleiri þingmenn Sjálfstfl. hafa fyrirvara. Er þessi spurning þá auðvitað næst: Er það hugsanlegt að ríkisstjórnin þurfi atbeina stjórnarandstöðunnar til að ná þessu frv. í gegnum þingið? (Landbrh.: Það er nú ekkert slor.) Að sjálfsögðu ekki, hæstv. landbrh. Það er ekki ónýtt að eiga góða stjórnarandstöðu að þegar á þarf að halda, þegar samstarfsflokkurinn bilar og, að því er mér virðist, við það eitt að nokkrir tugir bænda láti í sér heyra.

Herra forseti. Það er óhjákvæmilegt líka að hv. þm. útskýri hvað það er sem breyst hefur frá því að hv. þm. greiddi þessum lögum atkvæði sitt fyrir líklega tæpu ári.