Vörur unnar úr eðalmálmum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 22:58:16 (6666)

2002-03-25 22:58:16# 127. lþ. 104.6 fundur 620. mál: #A vörur unnar úr eðalmálmum# (merkingar og eftirlit) frv. 77/2002, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[22:58]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Við fyrstu sýn virðist sem hér sé um þarft mál að ræða en mér leikur forvitni á að vita hvaða reglur hafa gilt til þessa. Nú talar hæstv. ráðherra eins og hér sé um mikið nýmæli að ræða, og frv. er líka þess eðlis, eins og engar reglur hafi gilt og þar af leiðandi engin vernd fyrir neytendur eins og hér er verið að tala um. Í öðru lagi væri líka áhugavert að fá að vita hvort íslenskir gullsmiðir, þeir sem smíða úr eðalmálmum, hafa ekki getað markaðssett vörur sínar í öðrum löndum.

Herra forseti: Hvað er það sem gerir það að verkum að íslensk stjórnvöld vilja nú að sett verði lög um vörur unnar úr eðalmálmum og það hasti svo að verið sé að ræða frv. klukkan ellefu á mánudagskvöldi?