Alþjóðamál

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 12:45:28 (6700)

2002-03-26 12:45:28# 127. lþ. 105.9 fundur 647. mál: #A alþjóðamál# skýrsl, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[12:45]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svörin. Það var óþægilegt fyrir okkur öll þegar það gerðist í Japan að litið var svo á að við værum ekki með lögmæta aðild og ég sá það auðvitað í gögnum fyrir þann fund að utanrrn. hefur verið með tvíhliða viðræður og reynt að vinna sjónarmiðum okkar fylgi. Ég skil hæstv. utanrrh. þannig að hann búist við því að við verðum viðurkennd sem aðilar með fyrirvara, þeim fyrirvara sem við höfum þegar sett, og að það þýði þá að þegar það hefur orðið á þessum næsta fundi, fari svo sem horfir eða eins og hann lýsir, þá verðum við aðilar með fyrirvara og það þýði að við ráðum því þá sjálf hvort við byrjum einhverjar veiðar. Er þetta rétt skilið?