Alþjóðamál

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 16:41:46 (6743)

2002-03-26 16:41:46# 127. lþ. 105.9 fundur 647. mál: #A alþjóðamál# skýrsl, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[16:41]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er þó alla vegana það lengsta sem Sjálfstfl. hefur komist í því að viðurkenna að hann hafi eitthvað rætt þetta eða skoðað, þ.e. að skýrsla hæstv. utanrrh. sé stefna Sjálfstfl. í Evrópumálum.

Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. að ég var á móti EES-samningnum á sínum tíma. Það eru liðin tíu ár síðan hann var afgreiddur. (Gripið fram í.) Síðan þá hef ég þroskast heilmikið og vitkast í pólitík og fylgst vel með. Sjálfstfl. gerði það reyndar fyrir þann tíma. Fram að 1991 ræddi hann heilmikið um þessi mál, m.a. EES-samninginn. Þá var skipt um formann að mig minnir. Ég held það hafi ekki verið rætt mikið síðan þá.