Alþjóðamál

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 17:57:29 (6760)

2002-03-26 17:57:29# 127. lþ. 105.9 fundur 647. mál: #A alþjóðamál# skýrsl, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[17:57]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar aðeins að drepa á það sem hæstv. ráðherra sagði um Palestínu. Ég held að við þingmenn allir berum málstað Palestínu mjög fyrir brjósti og ég held að það skipti máli að við sýnum það í verki. Rödd smáþjóðar skiptir máli og við höfum fengið beiðnir um það frá Palestínumönnum. Ef hæstv. ráðherra á erfitt með að komast burtu á þessum tíma, sem ég geri engar athugasemdir við, þá hvet ég hann til þess að láta ekki langan tíma líða.

Ástæðan fyrir því að ég spurði um afstöðu hans til þess að þingið samþykkti ályktun um Palestínu var nú ekki bara til þess að fá það fram að honum væri alveg sama um að þingið samþykkti hvaðeina sem þingið ákveddi. Ég er auðvitað að óska eftir atbeina hæstv. utanrrh., sem er líka formaður í stjórnmálaflokki, til þess að meiri hlutinn í þinginu sem hann er drjúgur partur af, stuðli að því að slík ályktun verði samþykkt og ítreka þær beiðnir mínar hér, herra forseti, þó að hæstv. ráðherra þurfi ekkert að svara því neitt frekar núna.