Alþjóðamál

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 18:39:38 (6775)

2002-03-26 18:39:38# 127. lþ. 105.9 fundur 647. mál: #A alþjóðamál# skýrsl, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er tilbúinn til að ræða tilhögun þessarar heimsóknar nánar við hv. utanrmn. Mjög góð umræða um þessi mál hefur átt sér stað í utanrmn. og ég tel rétt að þessi fyrirhugaða heimsókn, þegar við vitum hvenær af henni getur orðið, verði rædd nánar í nefndinni, þar með talið hugsanlegur áhugi fulltrúa í utanrmn. til að fylgjast með henni eða taka þátt. Það út af fyrir sig er óvenjulegt en ég vil ekkert útiloka í þeim efnum. Ég tel réttara að ræða það nánar við nefndina og vænti þess að hv. þm. telji það fullnægjandi á þessu stigi.