Samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 18:48:12 (6779)

2002-03-26 18:48:12# 127. lþ. 105.10 fundur 615. mál: #A samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl# (einkavæðing) þál. 23/127, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[18:48]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) andsvar:

Herra forseti. Já, það er rétt að eftirlitsstofnunin er undir umsjá utanrrn. og utanrrn. getur falið öðrum aðilum, t.d. Fjarskiptastofnuninni, að fara með það fyrir þess hönd þannig að við höfum að sjálfsögðu samstarf við þá um málið enda eru þeir sérfræðingar á þessu sviði. En eftirlitsstofnunin verður að sjálfsögðu í höndum stjórnvalda.