Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 17:38:26 (6826)

2002-04-03 17:38:26# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[17:38]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er afskaplega undarlegt þegar hv. þm. sem telur sig vera sjálfskipaðan boðbera sannleikans kemur hér og ber ósannindi á ráðherra og þingmenn. Hvenær hefur það verið sagt að Alþingi hafi verið leynt upplýsingum? Aldrei. Enda hefur það ekki verið gert. Hv. þm. verður að læra að temja sér lýðræðisleg vinnubrögð og hann verður að sætta sig við að lýðræðislega kjörinn meiri hluti á Alþingi geti unnið að málum þjóðarinnar með eðlilegum hætti hvort sem honum líkar betur eða verr. En að koma hingað og bera á borð að hann sé sjálfskipaður fulltrúi sannleikans en við hin öll fulltrúar lyginnar, eins og hann segir hér, er honum ekki til sóma og bæri að sjálfsögðu að víta þingmanninn í eitt skipti enn fyrir slík ummæli.