Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:02:08 (6894)

2002-04-04 11:02:08# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, GuðjG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:02]

Guðjón Guðmundsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Að sjálfsögðu á Alþingi að samþykkja þessa virkjunarheimild nú á vorþingi. Það er nauðsynlegt fyrir framhald málsins að virkjunarheimild sé til staðar þegar farið verður í viðræður við önnur fyrirtæki en Norsk Hydro, um byggingu og rekstur álvers í Reyðarfirði, en ný viðræðunefnd hefur verið skipuð í það verkefni undir forustu Finns Ingólfssonar, fyrrv. iðnrh.

Verði virkjunarheimildin ekki samþykkt mætti líta á það sem skilaboð um að Kárahnjúkavirkjun sé frátekin fyrir Norsk Hydro. Það væri ekki gott upplegg í þær mikilvægu viðræður sem fram undan eru, viðræður sem skipta atvinnulífið á Austurlandi gífurlegu máli. Því er nauðsynlegt að ljúka afgreiðslu þessa á næstu dögum og gera það að lögum.