Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:09:50 (6902)

2002-04-04 11:09:50# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:09]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Hæstv. iðnrh. og hv. formaður iðnn. hafa klifað á því í þessu máli að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð sé á móti því. Það er rétt, herra forseti, en vera kann að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hafi rétt fyrir sér í málinu.

Arðsemi af þessu verkefni er neikvæð ef rétt er reiknað og ég fullyrði að mælistika ríkisstjórnarinnar og Framsfl. í þessu máli sé ónothæf. Verkefnið er ósjálfbært og veldur slíkum skaða á verðmætri náttúru landsins að það getur skaðað ímynd Íslands sem náttúruperlu í norðri til langframa. Ég styð þessa tillögu um að þessu vonda verkefni verði vísað frá.