Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:16:34 (6908)

2002-04-04 11:16:34# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:16]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Með fáheyrðum bolabrögðum leyfir ríkisstjórnin sér að þvinga Alþingi Íslendinga til að gefa hæstv. iðnrh. heimild til að fremja mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Í hvaða tilgangi? Jú, til vonar og vara ef svo færi að Finni Ingólfssyni og Friðriki Sophussyni, sem gerðir hafa verið út af örkinni takist að finna risa, álrisa, sem tilbúinn væri að aumka sig yfir íslensk stjórnvöld sem krjúpa á blóðrisa hnjám í bæn um að fá hingað til lands mengandi málmbræðslu svo stjórnvöld geti komið í lóg ókeypis mengunarkvótum sem þeim tókst að herja út í gegnum Kyoto-ferlið --- heimildin til hæstv. ráðherra er liður í þessu ferli, --- tækist að lokka álrisa til Íslands. Þetta er feit gulrót sem kemur til með að halda náttúru landsins norðan Vatnajökuls í gíslingu í 10--15 ár. Ég segi nei.