Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 14:19:48 (6946)

2002-04-04 14:19:48# 127. lþ. 110.2 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil taka fram af þessu gefna tilefni að ég trúði hvorki augum né eyrum þegar enginn virtist hafa kvatt sér hljóðs og var nú mjög hikandi í öllu.

Ég vil taka fram að ég hef hér í höndum þskj. 1128 sem ekki er getið um á dagskrá. (SJS: Nú, nú.) Það er frhnál. um frv. til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar. Hefur því þá verið útbýtt. Það er frá minni hluta iðnn. Framsögumaður er hv. 6. þm. Norðul. e., Árni Steinar Jóhannsson.