Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:37:57 (7001)

2002-04-05 13:37:57# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Almennt er litið svo á samkvæmt þeim jafnræðishugmyndum sem nú eru uppi að menn eigi að njóta sama réttar af hvaða þjóðerni sem þeir eru og skiptir þá ekki máli hvort þeir eru enskir, þýskir eða frá Norðurlöndunum.

Á hinn bóginn er hér gert ráð fyrir því að skemmri tími sé fyrir Norðurlandabúa en aðra vegna þess að við höfum gagnkvæman rétt á Norðurlöndum þannig að við höfum rétt til þess að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum á Norðurlöndum samstundis en við sömdum á sínum tíma við þá um þrjú ár, og við höfum haldið okkur við þessi þrjú ár. Ég tel á hinn bóginn að með slíkum almennum rökum sé hægt að hafa þennan umþóttunartíma mislangan en er ósammála því að við getum ákveðið slíkan mismun á þjóðernislegum forsendum eins og stungið var upp á áðan.