2002-04-05 15:03:35# 127. lþ. 113.2 fundur 705. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (framlenging ábyrgðar) frv. 26/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Í þriðja sinn framlengjum við nú ábyrgð ríkissjóðs á flugvélaflota landsmanna. Þó að ábyrgðin hafi lækkað úr því að vera 2.700 milljarðar kr., þ.e. tvöfaldar eignir allra landsmanna með orkuverum og öllu saman, niður í 220 milljarða, sem eru svona nokkurn veginn fjárlög ríkisins, finnst mér að ég geti ekki greitt þessu atkvæði vegna þess að ábyrgð Íslendinga á þessu er 20 sinnum meiri en t.d. Norðmanna vegna þess að Íslendingar eru svo fáir. Ég hef margoft lagt til við hæstv. fjmrh. að hann taki upp gagnkvæman tryggingasamning við eitthvert eitt ríki til að minnka áhættu Íslands í þessu máli en það hefur ekki verið gert.

Ég get þess vegna ekki tekið á mig þá óskaplegu ábyrgð sem hér er lagt til þannig að ég sit hjá.