Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 10:42:05 (7044)

2002-04-08 10:42:05# 127. lþ. 114.10 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv. 32/2002, GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[10:42]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Spurt er: Hvar er séra Karl?

Auðvitað ganga þeir sem hafa svona sértækar óskir yfirleitt frá þessu fyrir fram áður en þeir deyja. Auðvitað getur ósk hins látna ekki verið nein nema þá í gegnum miðilsfund eða eitthvað slíkt, þ.e. ef það á að fara eftir því. Það er nú yfirleitt búið að ráða þessum ráðum fyrir fram. Auðvitað er ekki meiningin að ræða um þetta af léttúð. Mér finnst bara fólk vera að misreikna þann fjölda sem um væri að ræða í málinu. Við erum kannski að tala um í hæsta lagi einn eða tvo menn á ári. Við erum ekki að tala um að múgur og margmenni vilji láta dreifa ösku sinni o.s.frv.

Þetta er viðtekin venja í öllum öðrum heimsálfum og öðrum þjóðríkjum. Mér finnst bara sjálfsagt mál að þessi möguleiki sé gefinn hér þeim sem svo kjósa. Þetta er ekki meira mál fyrir mér en svo.