Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 10:48:40 (7048)

2002-04-08 10:48:40# 127. lþ. 114.10 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv. 32/2002, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[10:48]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað hafa þeir sem óska eftir þessu líka fyrir því forsendur, menningarlegar og trúarlegar og siðferðilegar. Það er einfaldlega það sem við erum að fjalla um, hvort fólk eigi ekki að vera frjálst að velja sér þessa leið.

Hv. þm. virðist ekki vilja velja þessa leið fyrir sjálfan sig. Ég er ekki að setja neitt út á það. Ég ætla að vona að dómsmrh. geri það ekki að skyldu og mönnum detti ekki í hug að þarna sé um skyldu að ræða heldur að þeir sem vilja velja þessa leið geti gert það. Út á það gengur þetta allt saman.

Mér finnst hv. þm. ganga dálítið langt í forsjárhyggjunni, að vilja skylda alla til að velja tiltekið greftrunarform en að menn hafi ekki þetta val sem mjög víða er til staðar.