Rafeyrisfyrirtæki

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 10:59:52 (7052)

2002-04-08 10:59:52# 127. lþ. 114.18 fundur 454. mál: #A rafeyrisfyrirtæki# (EES-reglur) frv. 37/2002, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[10:59]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Efh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til laga um rafeyrisfyrirtæki. Þetta er algjörlega nýtt mál og er þörf á ákvæðum um uppbyggingu á þessari starfsemi og því að gefa henni lagalegan grundvöll.

Þetta mál hefur verið sent til umsagnar. Fulltrúar þeirra aðila sem létu sig málið varða voru kvaddir til fundar við efh.- og viðskn.

Þetta frv. tengist því að innleiða í íslenskan rétt tilskipanir frá Evrópusambandinu um stofnun og rekstur rafeyrisstofnana og eftirlit með þeim. Það fjallar þess vegna um hvaða leikreglur eiga að gilda um þessa starfsemi.

Virðulegi forseti. Þetta frv. er óvenju vel undirbúið af hálfu ráðuneytisins og vandað í alla staði. Það fór í gegnum allmikla athugun hjá þeim aðilum sem málið varðar áður en það var lagt fram á hinu háa Alþingi. Mér er því mikil ánægja að standa hér og leggja til að þetta frv., sem er upp á einar 22 greinar auk ákvæða til bráðabirgða, verði samþykkt óbreytt.

Að þessu stendur öll nefndin, virðulegi forseti.